Grafinn silungur

1.5 kg. silungsflök með roði
10 matsk. sjávarsalt
5 matsk. sykur
1 matsk. dillfræ
2 matsk. fennelfræ
1 tesk. fenugreek fræ (má sleppa)
1 tesk. sinnepsfræ
2 matsk. þurrkað dill
1 tesk. svartur pipar

4-5 matsk. þurrkað dill til að strá yfir fiskinn

Setjið dillfræ, fennelfræ, fenugreek fræ og sinnepsfræ í mortel og merjið. Blandið saman salti, sykri, mörðu kryddfræjunum, dilli og svörtum pipar. Raðið silungsflökunum í eldfast mót eða bakka með roðhliðina niður og stráið kryddblöndunni yfir. Látið standa í kæli í 12-24 klukkustundir, eftir þvi hvað flökin eru stór. Skolið kryddblönduna af silungsflökunum, þerrið þau vel og leggið þau aftur í fatið. Gætið þess að hreinsa alla kryddblöndu úr fatinu áður. Dreifið vel af durrkuðu dilli yfir flökin og látið standa í kæli í nokkrar klukkustundir.

Berið fram með graflaxsósu

Ummæli