Hægeldaður lambabógur með indversku kryddmauki

Lambakjöt með indversku kryddi
1 lambabógur
1 laukur

 Marinering: 
1 laukur
3 hvítlauksrif
2 sm biti af engifer
1 tesk. cumin
1 tesk. koriander
1 tesk. chili duft
1 tesk. turmerik
1 tesk. fenugreek
1 tesk. svartur pipar
1 tesk. garam masala
2 tesk. sjávarsalt
1 dl. jógúrt
2 matsk. hunang
½ dl. möndlur
2 matsk. brætt smjör eða olía

Allt hráefnið í marineringuna sett í matvinnsluvél og maukað. Bógurinn settur í steikarpott með loki, stungið í hann á nokkrum stöðum og marineringunni dreift yfir. Látið standa við stofuhita í 6-8 klukkustundir. Laukurinn saxaður smátt og settur í pottinn með kjötinu ásamt þremur desilítrum af sjóðandi vatni. Sett í 140° heitan ofn í 4 klukkustundir og vatni bætt í pottinn eftir þörfum. Hitinn hækkaður í 220° lokið tekið af pottinum og eldað áfram í 30 mínútur eða þar til kjötið er fallega brúnað. Gætið þess að soðið brenni ekki meðan á þessu stendur. Látið kjötið standa í 20-30 mínútur áður en það er borðað. Soðið úr pottinum sett í skál og borið með.

Ummæli