Pottbrauð

New York Times brauð
Þetta brauð er líklega þekktast sem New York Times brauðið og er alveg ótrúlega einfalt að búa til. Eina sem þarf er nægur tími til að leyfa deiginu að hvíla.

3 bollar spelt - gott að nota gróft og fínt til helminga
1 dl. sólblómafræ
1/4 tesk. þurrger
2 tesk. sjávarsalt
1 3/4 bolli kalt vatn (úr krananum)

Setjið þurrefnin í skál og blandið þeim saman. Hellið vatninu saman við og hrærið með sleif þar til deigið hefur samlagast. Setjið plastfilmu yfir skálina og látið standa á hlýjum stað í 12-18 klukkustundir.

Setjið ofnpott með loki í bakaraofninn og hitið í 230°. Smyrjið pottinn og setjið jafnvel bökunarpappír í botninn á honum. Hellið deiginu í pottinn, setjið lokið á og bakið í 30 mínútur. Takið þá lokið af pottinum og bakið áfram í 10 mínútur.

Ef ekki er til ofnpottur má nota eldfast mót með loki.

Ummæli