Rifsberjahlaup

Rifsberjasulta
1 kg. rifsber með stilkum
1 kg. sykur

Skolið berin og setjið í pott ásamt sykrinum. Komið upp góðri suðu og látið sjóða í 3 mínútur. Sigtið hlaupið og látið það standa í nokkrar mínútur. Veiðið þá mestu froðuna ofan af og setjið hlaupið í sótthreinsaðar krukkur.

Til að hlaupið verði vel stíft er best að berin séu ekki of þroskuð.

Ef sultan hleypur ekki má setja hana aftur í pottinn, sjóða upp á henni með sultuhleypi og setja hana svo í krukkur.

Ummæli