föstudagur, 17. apríl 2015

Skúffukaka

Súkkulaðikaka
2 bollar hveiti
1 1/2 bolli sykur
1 1/2 tesk. lyftiduft
1/2 tesk. matarsódi
1 tesk. salt
1 dl. kakó
140 gr. brætt smjör
1 bolli mjólk
2 egg
1 tesk. vanilludropar.

Hráefnið sett í skál og hrært vel saman. Deigið sett í smurt og pappírsklætt form (ca. 25x35 sm.) og bakað við 175° í um 25 mínútur eða þar til kakan er bökuð - gætið þess þó að baka hana ekki of lengi  

Krem: (frá eldhussogur.com)
25 gr. smjör
1/2 dl. rjómi
200 gr. Pipp með karamellukremi

Allt sett saman í pott og brætt við vægan hita þar til súkkulaðið er bráðið og kremið er slétt og glansandi.  Kreminu smurt yfir kökuna þegar hún hefur kólnað.

Gott er að skreyta kökuna með ferskum ávöxtum eða sælgæti (t.d. lakkrískurli). Einnig má setja á kökuna glassúr eða súkkulaði smjörkrem

Engin ummæli:

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...