Saltfiskur frá Spáni

Spænskur saltfiskur
800 gr. saltfiskur
1 laukur
4 hvítlauksrif
1 rauð paprika
200 gr. frosnar grænar baunir
2 dósir niðursoðnir tómatar
1 matsk. hunang
4 harðsoðin egg
1 dl. söxuð steinselja
salt og pipar

Steikið lauk ásamt papriku og hvítlauk í olíu þar til laukurinn er orðinn glær. Tómötunum bætt á pönnuna og látið sjóða vel saman þar til sósan þykknar. Bætið þá hunanginu saman við og bragðbætið með salti og pipar.

Veltið fisknum upp úr hveiti og steikið í heitri olíu. Setjið fiskstykkin í sósuna, raðið eggjabátum ofan á og stráið saxaðri steinselju yfir.

Borið fram með góðu brauði og salati.

Ummæli