fimmtudagur, 8. október 2015

Malasísk maískjúklingasúpa

Malasísk maís og kjúklingasúpa 300 gr. beinlaus kjúklingur
1 eggjahvíta
2 matsk. vatn
2 dósir maísbaunir
1 líter kjúklingasoð
2 tesk. sojasósa
2 tesk. sesamolía
1 1/2 matsk. maísmjöl
60 ml. auka vatn

 Hakkið kjúklinginn, setjið hann ásamt eggjahvítu og vatni í skál og látið standa í 10 mínútur.

Hellið vökvanum af maisbaununum og hakkið þær. Setjið maísinn, kjúklingasoðið, sojasósu og sesamolíu í pott. Komið upp suðu og látið sjóða án loks í 3 mínútur. Hrærið saman maismjöl og vatn og setjið saman við súpuna. Hrærið í þar til súpan þykknar.

Blandið kjúklingablöndunni saman við og látið súpuna sjóða við vægan hita í 2 mínútur. Hrærið í súpunni allan tímann.

Engin ummæli:

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...