Puri - Djúpsteikt indverskt brauð

Puri
200 gr. gróft spelt
1 tesk. sjávarsalt
1 - 1 1/2 dl. kalt vatn
1 matsk. brætt smjör eða olía
500 gr. djúpsteikingarfeiti

Setjið spelt og salt í skál og hnoðið vatninu smám saman við þar til úr verður samfellt deig. Bætið smjörinu við og hnoðið áfram þar til það hefur samlagast deiginu. Látið deigið bíða í 20 mínútur.

Hitið djúpsteikingarolíuna í potti, best er að potturinn sé ekki of stór. Skiptið deiginu í 8-10 bita, og fletjið hvern bita út í þunna kringlótta köku á hveitistráðu borði. Mér finnst gott að fletja hverja köku út rétt áður en hún er steikt.

Steikið eina köku í einu í djúpsteikingarolíunni í 1 - 1 1/2 mínútu. Snúið kökunum þegar steikingartíminn er hálfnaður. Meðan kökurnar eru steiktar er mikilvægt að ausa feiti yfir þær til að tryggja að steikingin verði jöfn.

Setjið kökurnar á eldhúspappír til að draga úr þeim umfram olíu og berið þær fram heitar eða volgar sem meðlæti með indverskum réttum.

Ummæli