Cannelloni með spínati

Cannelloni með spínatfyllingu
Sósa:
2 dósir saxaðir niðursoðnir tómatar
1 tesk. sjávarsalt
1 tesk. svartur pipar
1 tesk. þurrkað oregano

Fylling:
200 gr. rjómaostur
450 gr. frosið spínat
1 egg
1 eggjarauða
1 tesk. salt
1 tesk. svartur pipar

1 askja fersk lasagna blöð
150 gr. rifinn ostur

Setjið tómata og krydd í pott og sjóðið þar til tómatarnir þykkna og mynda góða sósu.

Sjóðið spínat samkvæmt leiðbeiningum á pakka og kreistið úr því allan umfram vökva. Blandið því saman við rjómaostinn, hrærið eggi og eggjarauðu saman við ásamt salti og pipar. Skerið lasagna plöturnar í ca. 8 hluta, skiptið fyllingunni á milli þeirra og rúllið upp.

Setjið helminginn af tómatsósunni í smurt eldfast mót og raðið pastarúllunum ofan á. Dreifið afganginum af tómatsósunni yfir og að lokum rifna ostinum. Bakið við 180° í um 45 mínútur.

Berið fram með rifnum parmesan osti og góðu salati.

Ummæli