Tortilla Española - Spænsk eggjakaka

4 stórar kartöflur
1 laukur
4 egg
1/2 - 1 líter ólífuolía
Sjávarsalt eftir smekk

Afhýðið kartöflurnar, skerið þær í tvennt og síðan í þunnar sneiðar. Skerið laukinn í tvennt og síðan í þunnar sneiðar.

Ólífuolíunni hellt í pott, kartöflurnar settar út í kalda olíuna, hitað að suðu og látið sjóða við vægan hita í 10 mínútur. Lauknum bætt við og soðið áfram í 10 mínútur. Blöndunni hellt í sigti og látið standa þar til olían hefur runnið vel af. Geymið olíuna því hana má vel nota aftur.

Brjótið eggin í skál, hrærið þau lauslega saman og saltið. Blandið kartöflunum og lauknum saman við og hellið blöndunni á djúpa ca. 20 sm. víða pönnu. Eldið eggjakökuna við vægan hita þar til eggin eru nánast alveg hlaupin. Þá er eggjakökunni snúið við og hún steikt á hinni hliðinni.

Tortillan er góð bæði heit og köld.

Ummæli