laugardagur, 21. maí 2016

Blaðlauksbaka með cheddar osti

Blaðlauksbaka með cheddar osti
Botn:
1 bolli hveiti
80 gr. smjör
3 matsk. ab mjólk eða súrmjólk
1/2 tesk. salt

Fylling:
2 blaðlaukar
50 gr. smjör
4 egg
1 dl. kotasæla
1 dl. rjómi
50 gr. rifinn cheddar ostur
salt og pipar

Mylsna ofan á:
75 gr. rifinn cheddar ostur
25. gr. brauðmylsna
25 gr. heslihnetuflögur

Hnoðið saman hveiti smjör og ab mjólk - gott er að gera þetta í hrærivél eða matvinnsluvél. Fletjið deigið út í bökudisk og bakið undir fargi við 175° í 30 mínútur.

Skerið blaðlauk í sneiðar og steikið í smjörinu við vægan hita þar til blaðlaukurinn er mjúkur. Hrærið saman eggjum, rjóma, kotasælu og rifnum cheddar osti. Bragðbætið með salti og pipar og blandið blaðlauknum saman við. Setjið fyllinguna í bökubotninn og bakið við 175° í 20 mínútur.

Blandið saman rifnum cheddar osti, brauðmylsnu og heslihnetuflögum og dreifið yfir bökuna. Bakið áfram við 175° í 20 mínútur.

Engin ummæli:

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...