Smjördeigsbaka með penne pasta og mascarpone osti

Penne pastabaka með mascarpone osti
320 gr. smjördeig
300 gr. penne pasta
250 gr. mascarpone ostur
60 gr. rifinn parmesan ostur
80 gr. smjör
250 gr. sveppir
1 stór blaðlaukur
1 rautt chili
salt og svartur pipar

Byrjið á að sjóða pastað um tveimur mínútum skemur en sagt er til á pakkanum.

Skerið sveppi og blaðlauk í sneiðar og steikið við vægan hita í smjörinu. Setjið smátt saxað chili saman við og blandið grænmetinu saman við mascarpone ostinn. Bætið helmingnum af rifna parmesan ostinum saman við ásamt pastanu og bragðbætið með salti og pipar.

Fletjið smjördeigið þunnt út og setjið í 24 sm smelluform. Pikkið deigið með gaffli og hellið pastafyllingunni í deigskelina. Dreifið afganginum af rifna parmesan ostinum yfir og brjótið hliðarnar á smjördeiginu yfir fyllinguna. Bakið við 200° í um 30 mínútur.

Berið fram með góðu salati og rifnum parmesan osti.

Ummæli