Spínat lasagne

Spínatlasagna
12-15 lasagne plötur
600 gr. frosið spínat (eða 1 kg. ferskt)
150 gr. rjómaostur
150 gr. kotasæla
salt, pipar, múskat

Bechamel sósa:
75 gr. smjör
4 matsk. hveiti
5 dl. mjólk
salt og pipar

Ofan á:
2 dl. rifinn ostur
1/2 dl. rifinn parmesan ostur

Setjið spínatið í pott og sjóðið samkvæmt leiðbeiningum á umbúðum. Kreistið mesta vökvann úr því og blandið saman við kotasæluna, rjómaostinn og kryddið.

Bræðið smjörið, hrærið hveitinu saman við og látið sjóða í nokkrar mínútur. Bætið mjólkinni í og látið sjóða þar til sósan þykknar. Kryddið með salti og pipar.

Setjið þunnt lag af bechamel sósu í botninn á eldföstu móti, lasagne plötur þar yfir, þriðjung af spínatblöndunni og bechamel sósu þar yfir. Endurtakið og dreifið að lokum rifna ostinum og parmesan ostinum yfir.

Bakið við 180° í um 30 mínútur.

Borið fram með hvítlauksbrauði og salati.

Ummæli