Indverskar kjötbollur

Kjötbollur í karrýsósuBollurnar:
800 gr. hakk
1 laukur, rifinn eða smátt saxaður
2 egg
100 gr. brauðrasp
1 rautt chilli, saxað smátt
2 matsk. rifinn engifer
1 tesk. karrý
1 tesk. sjávarsalt

Sósan:
2 matsk. karrýmauk
2 matsk. rifinn engifer
4 tómatar, saxaðir
1 dós kókosmjólk
2 tesk. púðursykur
1 dl. muldar cashew hnetur
salt

Blandið saman í höndum öllu sem á að fara í bollurnar. Búið til litlar bollur og bakið þær við 200° í 15-20 mínútur.
Steikið saman karrýmaukið og engiferinn í ca. 1 mínútu. Bætið tómötunum í og steikið áfram í 2-3 mínútur, hrærið stöðugt í. Hellið kókosmjólkinni út í og sjóðið við vægan hita í 5 mínútur.
Setjið kjötbollurnar saman við og látið malla í 20 mínútur.
Hrærið að lokum sykrinum og hnetunum saman við og saltið sósuna ef þarf.
Borið fram með raitu og naan brauði.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Hæ hæ
ég prufaði þenna rétt og hann er æði, ekkert of sterkur og fínn fyrir börn og buru
Nafnlaus sagði…
Það var s.s. ég Sólveig sem var að skrifa komment á indverskar kjötbollur