Karrý með sætum kartöflum og spínati

Karrý með sæturm katöflum og spínati
500 gr. sætar kartöflur
1 laukur
2 hvítlauksrif
1 tesk. turmeric
1 rautt chilli
1 dós kókosmjólk
125 gr. spínat
salt

Sætu kartöflurnar skornar í bita og soðnar í 8-10 mínútur. Vatnið sigtað frá og kartöflurnar settar til hliðar. Laukurinn saxaður og steiktur ásamt hvítlauk og turmeric í nokkrar mínútur. Chillið saxað smátt og fræin fjarlægð, bætt á pönnuna og steikt í 2 mínútur í viðbót. Kókosmjólkinni hellt út í og látið sjóða þar til sósan hefur þykknað lítillega. Bætið þá sætu kartöflunum við, saltið og sjóðið í um 5 mínútur. Að síðustu er spínatið sett á pönnuna, lok sett á og látið sjóða í 2-3 mínútur þar til spínatið er mjúkt.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Mjög bragðlítið, átti ekki chillipipar og setti 1/2 tsk af chillidufti í staðin. Myndi nota karrý næst.
Kv. Linda