Badami kjúklingur (Möndlukjúklingur)

Indverskur kjúklingur með mōndlum
1 kg. beinlaus kjúklingur, skorinn í bita
1 lítil dós jógúrt
6 laukar, saxaðir
2 sm. engifer
10 hvítlauksrif
6 negulnaglar
1/2 kanelstöng
4 kardimommur
10 möndlur
10 kasjú hnetur
3 matsk. vatn
1/2-1 dós kókosmjólk
1 matsk. turmerik
salt og chilli duft

Engifer, hvítlaukur, negull, kanill, kardimommur, hnetur og möndlur sett í matvinnsluvél og maukað. Laukurinn steiktur í olíu þar til hann er orðinn mjúkur. Kryddmaukinu bætt á pönnuna ásamt vatninu og steikt í nokkrar mínútur.
Kjúklingur, turmerik, chilli duft og jógúrt sett saman við, saltað og látið sjóða í 20 mínútur. Kókosmjólkinni bætt við og látið sjóða í nokkrar mínútur.
Ef vill má skreyta réttinn með koriander laufum.

Ummæli