Gulrótarmuffins

2 egg
2 dl. sykur
2 dl. hveiti
1 tesk. matarsódi
1 tesk. kanell
1 tesk. lyftiduft
1 dl. matarolía
1-2 rifnar gulrætur
100 gr. saxaðar heslihnetur
Öllu hrært saman, sett í muffinsform og bakað við 175° í  15-20 mínútur.

Krem:
200 gr. rjómaostur
30 gr. smjör
2 dl. flórsykur
1 tesk. vanilludropar
Þeytt vel saman og breitt yfir kökurnar þegar þær eru orðnar kaldar.

Ummæli

Hellen Sigurbjörg sagði…
Sæl, Fanney! Nú er ég búin að fletta töluvert í gegnum síðuna þína, og hún er mjög flott, bæði útlitið og uppskriftirnar. Svo eru myndirnar svo flottar líka, og það gerir útslagið að hafa þær með. Ég hafði réttinn Pasta mammolara í kvöldmatinn áðan og öllum fannst hann mjög góður, svo hann er kominn á matseðilinn hjá mér. Eftir viku er ég með saumaklúbb, og þá ætla ég að prófa brauðrétt með pepperóní og ostasalatið. Hlakka til að bragða á því.
Kær kveðja,
Hellen