Sítrónukjúklingur

Sítrónumarinering
2 kjúklingar eða samsvarandi magn af kjúklingabitum (hér má auðvitað líka nota beinlausa kjúklingabita)
2 sítrónur
2 hvítlauksrif
1 rósmaríngrein
1/2 dl. ólífuolía
2 tesk. sjávarsalt
1/2 tesk malaður svartur pipar

Börkurinn rifinn af sítrónunum og hann settur í skál ásamt safanum. Hvítlaukurinn rifinn og settur út í ásamt söxuðu rósmarín, olíu, salti og pipar og blandað vel saman.
Kjúklingurinn settur í fat, leginum hellt yfir og látið marinerast í að minnsta kosti 6 klst.
Kjúklinginn má elda í ofni við 180° eða grilla á útigrilli.

Ummæli