Þorpspizza

Pizza með kjúklingi
Botn:
250 g spelt
2 tesk. lyftiduft
1 tesk. sjávarsalt
1,5 - 2 dl. vatn
1 matsk. ólífuolía

Ofan á:
1/2 lítil dós tómatpurre og sama magn af köldu vatni
3 kjúklingabringur
1 grænt chili fræhreinsað
3 hvítlauksrif
ca. 50 gr. hreinn rjómaostur
1 box kirsuberjatómatar
1/4 rauð paprika
1 ferskur mozarella
fersk steinselja

Blandið saman spelti, lyftidufti og salti. Blandið olíu og vatni saman við og hnoðið lauslega. Fletjið deigið þunnt út og bakið við 150° í um 15 mínútur.

Hrærið tómatpurre og vatni saman og smyrjið yfir pizzabotninn.

Skerið kjúklingabringurnar í litla bita og steikið á pönnu ásamt smáttsöxuðu chili og hvítlauk. Saltið og piprið eftir smekk. Dreifið kjúklingablöndunni yfir pizzabotninn. Skerið tómatana í fernt og paprikuna í örþunnar ræmur og dreifið yfir kjúklinginn.
Rjómaosturinn er settur yfir með tveimur teskeiðum svo að úr verði litlar kúlur og að lokum er mozarellaosturinn skorinn í þunnar sneiðar og settur yfir.

Pizzan bökuð við 200° í ca 20 mínútur og saxaðri steinselju stráð yfir þegar hún kemur úr ofninum.

Gott er að borða pizzuna með hvítlauksolíu eða góðri ólífuolíu.

Ummæli