Baby Ruth

Marens með salthnetum
Botn:
3 eggjahvítur
200 gr. sykur
100 gr. salthnetur
70 gr. ritz kex
1 tesk. lyftiduft

Krem:
100 gr. súkkulaði
50 gr. smjör
3 eggjarauður
60 gr. flórsykur

Ofan á:
2 dl. rjómi

Þeytið saman eggjahvítur og sykur þar til það er stíft. Myljið kexið og blandið því ásamt hnetunum og lyftiduftinu varlega saman við eggjahvíturnar. Bakið í smurðu formi við 170° í 20-30 mínútur.
Bræðið súkkulaðið og smjörið saman og látið kólna lítillega. Þeytið eggjarauður og flórsykur vel saman eða þar til það er ljós og létt og blandið svo súkkulaðinu varlega saman við. Smyrjið kreminu yfir botninn þegar hann er orðinn kaldur. Þeytið rjómann og setjið yfir kökuna.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Skemmtilegar uppskriftir hjá þér... Ótrúlega margt girnilegt og margt sem mig langar að prufa.

Keep up the good work :)