Kókosgaldrakúlur

Kókoskúlur
Þessi uppskrift kemur úr heimilisfræði í Kópavogsskóla.

50 gr. smjör
2 dl. haframjöl
1 dl. kókosmjöl
1 dl. flórsykur
1/2 tesk. vanillusykur
1 matsk. kakó
1 matsk. vatn

Öllum hráefnunum blandað saman í skál og hrært vel saman. Búnar til litlar kúlur sem er velt upp úr kókosmjöli. Raðað á disk og kælt vel.

Ummæli

Unknown sagði…
Ég er búin að leita að þessari uppskrift í að verða tvo áratugi. Alveg síðan ég týndi minni. vona svo innilega að þetta sé sú sama. Það verður allavega bakað hér í dag ;)
En skemmtilegt - vonandi stendur uppskriftin undir væntingum!
Kv.
Fanney