Eplabaka Unnar

Frönsk eplabaka
3 plötur smjördeig
1-2 epli
6 tesk. kanelsykur (eða eftir smekk)
1 egg til að pensla með

Skiptið smjördeigsplötunum í tvennt og fletjið hvern hluta út í ca. 15x20 cm ferhyrning. Afhýðið og kjarnhreinsið eplin og skerið þau í þunnar sneiðar. Raðið eplunum á annan helming hvers hluta og stráið einni teskeið af kanelsykri yfir. Brjótið saman til að loka bökunum og klemmið kantana vel saman með gaffli. Penslið með sundurslegnu eggi og bakið við 200° í um 20 mínútur eða þar til bökurnar eru fallega brúnaðar og eplin elduð í gegn.

Berið fram með þeyttum rjóma eða góðum ís.

Ummæli