1 kg. beinlaus kjúklingur, bringur eða læri
Marinering:
1 egg
1 matsk. ab mjólk
3 hvítlauksrif, söxuð
1 matsk. engifer, rifinn
1/2 tesk. svartur pipar
1/2 tesk. chiliduft
1 tesk. sjávarsalt
Sósa:
1 laukur
3 hvítlauksrif, söxuð
1 matsk. engifer, rifinn
1 tesk. cumin
1 tesk. koriander
1/2 tesk. chiliduft
1 tesk. paprikuduft
1 tesk. turmerik
1 tesk. tandoori krydd
5 kardimommur, steyttar í morteli
1/2 tesk. svartur pipar
1 tesk. sjávarsalt
1 dós saxaðir tómatar
1 dl. vatn
Skerið kjúklinginn í litla bita. Blandið saman öllu sem á að fara í marineringuna, hellið henni yfir kjúklinginn og látið standa í 4-6 klukkustundir.
Saxið lauk smátt og mýkið á pönnu ásamt hvítlauk og engifer. Bætið kjúklingnum ásamt marineringunni við og steikið áfram í nokkrar mínútur. Blandið þá kryddinu, tómötunum og vatninu við og látið sjóða undir loki í 15-20 mínútur. Ef sósan er of þunn takið þá lokið af síðustu mínúturnar.
Ummæli