Saffran kartöflur

Kartöflur með saffran
750 gr. kartöflur
1/2 tesk. saffran
1/2 dl. sjóðandi vatn
50 gr. smjör
1/2 tesk. sjávarsalt
1/2 dl. ristuð sólblómafræ
1 dl. söxuð steinselja

Sjóðið kartöflurnar, afhýðið þær og skerið í bita. Ef notaðar eru nýjar kartöflur er gott að hafa hýðið á þeim. Setjið saffranið í litla skál, hellið sjóðandi vatninu yfir og látið standa í 5 mínútur. Bræðið smjörið á pönnu, setjið kartöflurnar út í og léttsteikið við vægan hita í nokkrar mínútur. Stráið saltinu yfir. Hellið saffranvatninu á pönnuna og veltið kartöflunum upp úr því. Bætið að lokum sólblómafræjunum og steinseljunni við og blandið varlega saman.

Ummæli