Döðlubrauð

döðlubrauð
200 gr. döðlur
2 dl. vatn
50 gr. smjör
1 egg
1 dl. pálmasykur
5 dl. spelt (gott að nota fínt og gróft til helminga)
1 tesk. sjávarsalt
1/​2 tesk. mat­ar­sódi
1/​2 tesk. lyfti­duft
1 dl. mjólk

Döðlur, vatn og smjör er sett sam­an í pott og soðið í mauk. Eggið og sykurinn þeytt sam­an þar til bland­an verður ljós og létt. Döðlumaukið kælt lítillega og blandað saman við eggjahræruna. Þurrefnunum blandað saman við og og að lokum mjólkinni.

Deigið er sett í smurt og pappírsklætt form og bakað við 180° í um 45 mínútur.

Ummæli