1 stór blaðlaukur
200 gr. spínat
2 hvítlauksrif
12 lasagne plötur
100 gr. rifinn ostur
salt og pipar
Sósa:
50 gr. smjör
2 matsk. hveiti
2,5 dl. mjólk
200 gr. kotasæla (ein lítil dós)
1/4 tesk. rifið múskat
salt og pipar
Skerið blaðlaukinn í sneiðar og látið krauma í 3-4 mínútur. Bætið þá spínatinu og hvítlauknum við og steikið í 2 mínútur. Bragðbætið með salti og pipar.
Útbúið sósuna með því að bræða smjörið og hræra hveitinu saman við. Hellið mjólkinni smátt og smátt saman við og hrærið stöðugt í á meðan. Látið sjóða við vægan hita í 4-5 mínútur og gætið þess að sósan brenni ekki við. Bætið kotasælunni og múskatinu saman við og bragðbætið með salti og pipar.
Setjið 1/4 af hvítu sósunni í eldfast mót. Dreifið 1/3 af blaðlauksblöndunni yfir og raðið lasagne plötum ofan á. Endurtakið þar til allt er búið, endið á lasagne plötum og hvítri sósu. Stráið rifna ostinum yfir og bakið við 180° í 25-30 mínútur.
200 gr. spínat
2 hvítlauksrif
12 lasagne plötur
100 gr. rifinn ostur
salt og pipar
Sósa:
50 gr. smjör
2 matsk. hveiti
2,5 dl. mjólk
200 gr. kotasæla (ein lítil dós)
1/4 tesk. rifið múskat
salt og pipar
Skerið blaðlaukinn í sneiðar og látið krauma í 3-4 mínútur. Bætið þá spínatinu og hvítlauknum við og steikið í 2 mínútur. Bragðbætið með salti og pipar.
Útbúið sósuna með því að bræða smjörið og hræra hveitinu saman við. Hellið mjólkinni smátt og smátt saman við og hrærið stöðugt í á meðan. Látið sjóða við vægan hita í 4-5 mínútur og gætið þess að sósan brenni ekki við. Bætið kotasælunni og múskatinu saman við og bragðbætið með salti og pipar.
Setjið 1/4 af hvítu sósunni í eldfast mót. Dreifið 1/3 af blaðlauksblöndunni yfir og raðið lasagne plötum ofan á. Endurtakið þar til allt er búið, endið á lasagne plötum og hvítri sósu. Stráið rifna ostinum yfir og bakið við 180° í 25-30 mínútur.
Ummæli