Sprengidagsbaunir

Baunasúpa
1 pk. baunir (500 gr.)
1 1/2 líter vatn
1 laukur
1 blaðlaukur
1 rautt chili
4 hvítlauksrif
1 tesk. svartur pipar
1 kg. saltkjöt
500 gr. gulrætur
1 rófa

Leggið baunirnar í bleyti í að minnsta kosti 5 klukkustundir - helst yfir nótt. Sigtið þær og setjið í pott ásamt vatni, lauk, chili, hvítlauk og pipar og látið sjóða í eina klukkustund. Bætið þá saltkjötinu út í og látið sjóða í 40 mínútur. Þá eru rófur og gulrætur settar saman við og soðið áfram í 20 mínútur.

Hægt er að aðlaga súpuna að grænkerum, en þá er kjötinu sleppt og settir tveir grænmetisteningar saman við í staðinn.

Ummæli