Dajm ísterta

Daim ísterta
Botn:
3 eggjahvítur
2 dl. sykur
50 gr. saxaðar salthnetur

Eggjahvíturnar þeyttar þar til þær eru stífar, þá er sykurinn settur saman við og þeytt vel. Hnetunum blandað varlega saman við, deigið sett í pappírsklætt springform og bakað við 130° í eina klukkustund. Látið botninn kólna í forminu en losið hliðarnar á kökunni frá forminu.  

Krem:
3 eggjarauður
1 dl. sykur
4 lítil Dajm súkkulaði
4 dl. þeyttur rjómi

Eggjarauður og sykur þeytt vel. Dajm súkkulaðið saxað og bætt út í og að lokum þeytta rjómanum. Kremið sett yfir botninn í forminu og kakan fryst.

Best er að taka kökuna úr frysti 15-20 mínútum áður en á að borða hana.

Ummæli