Kjúklingur með chili og fennel kryddlegi

Kjúklingur með chili og fennel
1 kg. kjúklingur (mér finnst gott að nota beinlaus læri með skinni)  

Kryddlögur:
1/2 dl. ólífuolía
2 tesk. turmerik
2 tesk. chili flögur
2 tesk. fennel
2 tesk. sjávarsalt
1 tesk. svartur pipar

Öllu sem á að fara í kryddlöginn er blandað saman og honum svo hellt yfir kjúklingabitana. Látið standa í tvær klukkustundir. Ef notaður er kjúklingur með beini má hann liggja mun lengur eða í 3-4 klukkustundir.

Kjúklinginn má annað hvort grilla á útigrillli eða elda í ofni við 175° í um 40 mínútur.

Þessi kryddlögur er líka mjög góður á saltfisk.

Ummæli