Saltfiskur í saffransósu

Saltfiskur í saffran sósu
1 kg. saltfiskhnakkar
1 laukur
1 rautt chili, fræhreinsað og skorið smátt
1 gr. saffran
5 dl. rjómi
1 dl söxuð steinselja
Salt og pipar

Saxið laukinn smátt og mýkið á pönnu. Bætið chilinu saman við ásamt rjómanum og saffraninu. Látið sjóða í nokkrar mínútur og bragðbætið með salti og pipar. Ef sósan er of þykk má bæta í hana meiri rjóma eða mjólk. Hrærið að lokum steinseljunni saman við og haldið sósunni heitri meðan fiskurinn er steiktur.

Roðflettið fiskinn og skerið í bita. Veltið bitunum upp úr hveiti og steikið á vel heitri pönnu í ca. 2 mínútur á hvorri hlið eða þar til fiskurinn er steiktur í gegn. Gætið þess að ofelda fiskinn ekki.

Setjið sósuna í djúpt fat og leggið fiskbitana ofan á. Stráið örlitlu af saxaðri steinselju yfir réttinn áður en hann er borinn fram.

Ummæli