Spaghetti með smokkfisk og chili

Pasta með smokkfisk og chili
500 gr. smokkfiskur (notið heila boli - ekki hringi)
4 rauð chili
8 stór hvítlauksrif
1 búnt basilíka
50 gr. smjör
4 matsk. ólífuolía
400 gr. spaghetti
salt og svartur pipar

Sjóðið spaghetti samkvæmt leiðbeiningum á pakka. Geymið 1 dl. af soðvatninu til að bæta út í réttinn.

Saxið chili og hvítlauk smátt (hreinsið fræin úr chilinu) og eldið við vægan hita í smjörinu og olíunni í nokkrar mínútur. Gætið þess vel að hvítlaukurinn brúnist ekki. Skerið smokkfiskinn í bita og bætið honum á pönnuna ásamt basilíkunni. Hækkið hitann og eldið í 1-2 mínútur eða þar til smokkfiskurinn er eldaður.

 Bætið spaghettinu saman við ásamt soðvatninu og blandið vel saman. Bragðbætið með salti og pipar og berið réttinn fram með fersku salati og góðu brauði.

Á Ítalíu tíðkast ekki að borða parmesan ost með sjávarréttum en okkur finnst það mjög gott og mælum með rifnum parmesan osti með þessum rétti!

Ummæli