Gróft brauð með fræjum og döðlum

döðlubrauð
4 dl. spelt
2 dl. haframjöl
2 tesk. lyftiduft
1/2 tesk. matarsódi
1 dl. sólblómafræ
1 dl. graskersfræ
1/2 dl. möluð hörfræ
1/2 dl. sesamfræ
1 dl. saxaðar döðlur
2 tesk. sjávarsalt
4-5 dl. AB mjólk

Blandið þurrefnum og fræjum saman. Bætið döðlunum saman við og hrærið. Bætið þá AB mjólkinni við og hrærið þar til allt hefur blandast vel en gætið þess þó að hræra deigið ekki of mikið.

Setjið í smurt og pappírsklætt form, stráið einni matskeið af haframjöli yfir og bakið við 180° í 50-60 mínútur eða þar til brauðið er bakað.

Ummæli