Marenskaka með súkkulaðimús og saltlakkrískaramellu

Marengs með súkkulaðimús og saltlakkrískaramellu
Uppskriftina að þessari frábæru köku fékk ég hjá Helenu systur minni.

Botn:
3 eggjahvítur
100 gr. púðursykur
50 gr. sykur
1 tesk. lyftiduft
100 gr. Rice crispies

Þeytið eggjahvíturnar, bætið sykrinum og púðursykrinum við og þeytið vel. Stráið lyftiduftinu yfir Rice crispies og blandið varlega saman við eggjablönduna. Setjið í pappírsklætt smelluform og bakið við 150° í eina og hálfa klukkustund.

Súkkulaðimús:
150 gr. suðusúkkulaði
50 gr. smjör
3 eggjarauður
50 gr. flórsykur
4 dl. rjómi

Bræðið saman smjör og súkkulaði og kælið lítillega. Hrærið saman eggjarauður og flórsykur og blandið saman við súkkulaðiblönduna. Þeytið rjómann og blandið varlega saman við. Dreifið súkkulaðimúsinni yfir marensbotninn þegar hann hefur kólnað alveg og geymið kökuna í kæli þar til hún er borin fram.

Lakkrískaramella:
50 gr. smjör
100 gr. púðursykur
4 matsk. síróp
1 tesk. vanillusykur
2 1/2 dl. rjómi
140 gr. Piratos lakkríspeningar frá Haribo
1/2 líter sjóðandi vatn

Bræðið smjörið í potti, bætið púðursykri og sírópi við og látið sjóða í 3-5 mínútur. Bætið vanillusykri og rjóma við og látið sjóða í 5 mínútur til viðbótar. Í öðrum potti eru lakkríspeningarnir soðnir í vatninu þar til þeir eru alveg leystir upp og blandan orðin að þykku sírópi. Það getur tekið allt að 45 mínútum. Lakkríssírópinu er blandað við karamelluna, leyft að kólna dálítið og dreift yfir kökuna áður en hún er borin fram.

Ummæli