Laukbaka

Laukbaka
Botn: 
1 bolli hveiti
80 gr. smjör
3 matsk. súrmjólk eða rjómi

Fylling: 
4 laukar
4 hvítlauksrif
1 tesk. svartur pipar
1/2 tesk. þurrkað timian
1 bolli rifinn ostur
4 egg
2,5 dl. rjómi
1 matsk. hveiti
1 tesk. sjávarsalt
1/2 tesk. Dijon sinnep

Hnoðið saman hveiti smjör og súrmjólk - gott er að gera þetta í hrærivél eða matvinnsluvél. Fletjið deigið út í bökudisk og bakið undir fargi við 175° í 30 mínútur.

Saxið lauk og hvítlauk og steikið við vægan hita þar til laukurinn er mjúkur. Kryddið með möluðum pipar og timian.

Dreifið ostinum og lauknum yfir bökubotninn. Þeytið egg, rjóma, hveiti, salt og sinnep og hellið yfir.

Bakið við 175° í um 45 mínútur

Ummæli