Afrísk hnetusúpa

Afrísk hnetusúpa
1 laukur
2 hvítlauksrif
1 rautt chili (fræhreinsað)
2 matsk. rifinn engifer
2 dósir saxaðir niðursoðnir tómatar
2 dl. hnetusmjör (gjarna gróft)
1 sæt kartafla, afhýdd og smátt söxuð
1/2 líter vatn eða soð
salt og pipar

Ofan á:
1 1/2 dl. saxaðar kasjúhnetur
1 rautt chili, smátt saxað
1 dl. söxuð steinselja
1/2 dl. ólífuolía

Saxið lauk, hvítlauk og chili og mýkið á pönnu ásamt rifna engifernum. Hellið tómötunum út í og látið sjóða. Blandið þá hnetusmjörinu saman við og hrærið þar til það hefur samlagast. Hellið vatninu út í ásamt sætu kartöflunni og látið sjóða við vægan hita í 20-30 mínútur. Bragðbætið með salti og pipar eftir smekk. Ef súpan er of þykk má þynna hana með meira vatni.

Blandið saman kasjúhnetum, chili, steinselju og olíu og berið fram með súpunni.

Ummæli