Fyllt paprika með kínóa

Fylltar paprikur með kínóa
5 paprikur
3/4 bolli kínóa
1 dós svartar baunir (eða aðrar baunir eftir smekk)
200 gr. maisbaunir
1 blaðlaukur
300 gr. salsa sósa (1 krukka)
1 tesk. cumin
1 tesk. turmerik
1 tesk. paprikuduft
Salt og svartur pipar

Sjóðið kínóað í 1 1/2 bolla af vatni þar til það er mjúkt. Setjið það í stóra skál ásamt baunum, maisbaunum, söxuðum blaðlauk, sósu og kryddi.

Skerið paprikurnar í tvennt og hreinsið kjarnann og fræin úr þeim. Raðið þeim í smurt eldfast mót og skiptið fyllingunni á milli þeirra.

Setjið álpappír yfir mótið og bakið við 200° í 50 mínútur. Takið álpappírinn af mótinu og bakið áfram í 10 mínútur. 

Berið fram með góðu salati og sýrðum rjóma.

Ummæli