Kartöflu gnocchi með tómatsósu

Kartöflupasta með tómatsósu
Tómatsósa:
6 tómatar
3 hvítlauksrif
1/2 dl. ólífuolía
1/2 tesk. þurrkað timian
Sjávarsalt og svartur pipar

Gnocchi:
500 gr. kartöflur
50 gr. rifinn ostur
50 gr. rifinn parmesan ostur
200 gr. hveiti
1 egg
Sjávarsalt og svartur pipar

Skerið tómatana í bita og setið í eldfast mót með loki ásamt hvítlauk, olíu og kryddi. Eldið við 200° í um eina klukkustund. Gott er að hræra í tómötunum annað slagið. Maukið sósuna og bragðbætið með salti og pipar ef þarf.

Sjóðið kartöflurnar og stappið þær. Ég hef hýðið á þeim en auðvitað má afhýða þær ef vill. Látið kartöflurnar kólna lítillega og hrærið ostum, hveiti og eggi saman við ásamt salti og pipar.

Setjið deigið á hveitistráð borð og hnoðið lítillega. Skiptið því þá í fjóra hluta og rúllið hvern þeirra í langa pylsu um 1 1/2 sm. í þvermál. Skerið í 1 - 2 sm sneiðar og sjóðið í um 2 mínútur eða þar til gnocchið flýtur upp.

Setjið í skál og blandið tómatsósunni saman við. Berið fram með nýrifnum parmesan osti

Ummæli