Blómkálssúpa

1 blómkálshaus
1 líter sjóðandi vatn
50 gr. smjör
1/2 dl. hveiti
3 dl. rjómi
2 grænmetisteningar
salt og pipar

Skerið blómkálshausinn í bita, takið stilkinn úr og maukið hann fínt í matvinnsluvél. Saxið afganginn af blómkálinu fínt, eða rífið í matvinnsluvél. Setjið blómkálið í pott, hellið vatninu yfir og látið sjóða í um 15 mínútur eða þar til blómkálið er mjúkt. Hellið blómkálinu í sigti og geymið soðið.

Bræðið smjörið og hrærið hveitinu saman við. Mælið blómkálssoðið, það ætti að vera um 8 dl. Ef það er minna, bætið þá soðnu vatni við og myljið grænmetisteningana út í. Hellið soðinu smám saman í pottinn og hrærið vel í. Bætið rjómanum út í og látið sjóða í nokkrar mínútur.

Setjið að lokum blómkálið út í súpuna, komið upp suðu og bragðbætið með salti og pipar. Ef vill má bæta meiri grænmetiskrafti við.

Ummæli