Rauðrófubaka með fetaosti

Botn:
100 gr. hveiti
100 gr. heilhveiti
1/2 tesk. turmerik
1/2 tesk. salt
100 gr. smjör
2 - 3 matsk. kalt vatn

Fylling:
400 gr. eldaðar rauðrófur, rifnar gróft á rifjárni
1 rauðlaukur
3 matsk. balsamedik
1 tesk. þurrkað timian
1 matsk. púðursykur
150 gr. fetaostur
3 egg
1 1/2 dl. rjómi
1 matsk. olía
salt og pipar

Hnoðið saman hveiti, smjör og krydd - gott er að gera þetta í hrærivél eða matvinnsluvél. Ef deigið er of þurrt, bætið þá vatni við, einni matskeið í einu. Fletjið deigið út í bökudisk eða smelluform og bakið undir fargi við 180° í 30 mínútur.

Skerið rauðlaukinn í sneiðar og steikið í olíunni við vægan hita í um 6 mínútur eða þar til hann er mjúkur. Bætið þá við rauðrófum, ediki timiani og sykri og eldið áfram þar til edikið hefur gufað upp. Bragðbætið með salti og pipar.

Setið rauðrófublönduna í bökuskelina og myljið fetaostinn yfir. Hrærið saman egg og rjóma og hellið yfir rauðrófublönduna og fetaostinn. Bakið við 180° í 35 mínútur.

Ummæli