Sveppa og valhnetu Bolognese

Spaghetti Bolognese

2 matsk. ólífuolía
1 laukur
1 hvítlauksrif
500 gr. sveppir
2 dósir niðursoðnir tómatar
1 matsk. eplaedik
1 matsk. tómatpure
2 tesk. þurrkað oregano
2 matsk. þurrkað basil
1 tesk. paprikuduft
100 gr. valhnetur
sjávarsalt og svartur pipar
500 gr. spaghetti 

Saxið laukinn smátt og mýkið í olíunni. Saxið sveppina mjög smátt (mér finnst best að nota matvinnsluvél) og steikið með lauknum þar til allur vökvi hefur gufað upp. Bætið þá hvítlauk, kryddi, tómötum, ediki og tómatpure saman við og látið sjóða í um það bil 25 mínútur. 

Hakkið valhneturnar í matvinnsluvél og bætið saman við sósuna. Látið sjóða í 5 mínútur og bragðbætið með salti og pipar ef þarf. Ef sósan er of þykk má þynna hana með vatni.

Sjóðið spaghetti samkvæmt leibeiningum á pakka og berið fram með sósunni ásamt rifnum parmesan osti og góðri ólífuolíu.

Ummæli