Risotto með ricotta og risarækjum

Risotto með rækjum
Risotto:
350 gr. risotto grjón
1 laukur
1 sellerí stöngull
3 hvítlauksrif
1 dl. hvítvín
3 matsk. ólífuolía
1 matsk. smjör
1 - 1,5 lítrar grænmetissoð
150 gr. ricotta ostur
50 gr. rifinn parmesan ostur
Salt og pipar

Rækjur:
350 gr. risarækjur
3 matsk. ólífuolía
1/2 tesk. chili flögur

Saxið lauk og sellerí smátt og eldið við vægan hita í smjörinu og olíunni. Pressið hvítlauksrifin og eldið þau með í eina mínútu. Hrærið þá hrísgrjónunum vel saman við, eldið áfram í eina mínútu og hellið svo hvítvínínu yfir. Látið hvítvínið sjóða alveg niður og bætið svo 2-3 dl. af grænmetissoði saman við. Haldið áfram að bæta soði við þangað til risottoið er þykkt og grjónin mjúk. Bragðbætið með salti og pipar og hrærið að lokum ricotta og parmesan ostum saman við.

Hítið ólífuolíu á pönnu og setjið rækjur og chili flögur út í. Eldið þar til rækjurnar eru eldaðar í gegn en varist að elda þær of lengi.

Setjið risottoið í skál eða á fat og hellið rækjunum ásamt olíunni yfir.

Berið fram með nýrifnum parmesan osti og svörtum pipar.

Ummæli