800 gr. saltfiskhnakkar
1 dl. hveiti
1 dl. hveiti
Allioli:
1 egg1 hvítlauksrif
1 matsk. sítrónusafi
1 tesk. sinnep
salt
2.5 dl. bragðlítil olía
Egg, hvítlaukur, sítrónusafi, sinnep og salt sett í matvinnsluvél og hrært vel. Olíunni blandað saman við smátt og smátt þar til sósan er orðin þykk eins og majones.
Roðflettið saltfiskinn og skerið hvern hnakka í fjóra bita. Veltið bitunum upp úr hveiti og steikið á vel heitri pönnu í 1 mínútu á hvorri hlið.
Raðið saltfisknum í eldfast mót og setjið vel af allioli ofan á hvern bita.
Bakið við 180° í 12 - 15 mínútur.
Ummæli