Þorskur í sítrónusósu

Fiskur í sítrónusósu
800 gr. þorskur
1 búnt basilika
5 matsk. sítrónusafi
5 matsk. ólífuolía
2 matsk. brætt smjör
5 hvítlauksrif
1 dl. hveiti
1 tesk. koriander
1 tesk. paprikuduft
1 tesk. cumin
Salt og pipar

Blandið saman í skál sítrónusafa, ólífuolíu og bræddu smjöri. Í annarri skál, blandið saman hveiti, koriander, paprikudufti og cumin. Skerið fiskinn í hæfileg stykki og veltið honum fyrst upp úr sítrónublöndunni og svo hveitiblöndunni. Steikið á heitri pönnu í 1-2 mínútur á hvorri hlið, eftir þykkt fiskstykkjanna.

Merjið hvítlauksrifin og blandið þeim saman við sítrónublönduna. Hellið blöndunni í eldfast mót, raðið fiskstykkjunum ofan í og kryddið með salti og pipar. Bakið við 200° í 10 mínútur eða þar til fiskurinn er hæfilega eldaður.

Saxið basilikuna og dreifið yfir fiskinn áður en hann er borinn fram.

Ummæli