Mexíkósúpa

Mexíkósk baunasúpa
1 laukur
1 græn paprika
1/2 blaðlaukur
4 hvítlauksrif
1 dós niðursoðnir tómatar
1 krukka salsa eða taco sósa
1 tesk. cumin
1 tesk. koriander
1/2 tesk. oregano
750 ml. vatn
2 - 3 grænmetisteningar
1 dós svartar baunir
1 dós kjúklingabaunir
3 dl. rjómi
Salt og pipar eftir smekk

Saxið laukinn smátt og mýkið í olíu. Saxið papriku og blaðlauk smátt og bætið saman við laukinn. Látið krauma í nokkrar mínútur. Bætið þá niðursoðnum tómötum, salsa sósu, hvítlauk, kryddi, vatni og grænmetisteningum út í og látið sjóða í um 15 mínútur. Hellið vökvanum af baununum og skolið þær. Bætið þeim saman við súpuna og látið sjóða í um 15 mínútur til viðbótar. Hrærið að lokum rjómanum saman við og hitið að suðu. Bragðbætið súpuna með salti og pipar.

Ef vill má bera fram með súpunni sýrðan rjóma, rifinn ost og tortilla flögur. 

Ummæli