Tempura rækjur

 
Djúpsteiktar rækjur
500 gr. óelduð risarækja

Tempura deig:
2 1/2 dl. hveiti
2 matsk. maissterkja (Maizena mjöl)
2 tesk. sjávarsalt
1 tesk. lyftiduft
2 1/2 - 3 dl. kolsýrt vatn án bragðefna

Hitið um 1 líter af hitaþolinni olíu í víðum potti. Gott er að olían nái um 180° hita.

Blandið saman í skál hveiti, maissterkju, salti og lyftidufti og hrærið kolsýrða vatninu saman við svo að úr verði deig. Þerrið rækjurnar og setjið út í deigið.

Djúpsteikið rækjurnar í 1 1/2 - 2 mínútur, takið þær þá upp úr pottinum með gataspaða og látið olíuna leka vel af þeim á eldhúspappír eða viskastykki. 

Gætið þess að steikja ekki of margar rækjur í einu því þá getur olían kólnað of mikið. Mér finnst gott að steikja 6 - 7 rækjur í einu.



Ummæli