Vegan pönnukökur

Amerískar pönnukökur

4 dl. sojamjólk
1 1/2 matsk. sítrónusafi
100 gr. vegan sýrður rjómi
1/2 tesk. sjávarsalt
3 matsk. bragðlítil olía
1 tesk. vanilla
250 gr. hveiti
2 matsk. lyftiduft

Blandið sojamjólk og sítrónusafa saman í skál og látið standa í 2 - 3 mínútur. Bætið þá sýrða rjómanum, saltinu, vanillunni og olíunni við og hrærið vel.

Setjið hveiti og lyftiduft í skál og hrærið saman. Hellið mjólkurblöndunni yfir og blandið varlega saman með sleikju eða sleif. Varist að hræra of mikið, það er allt í lagi að deigið sé svolítið kekkjótt.

Látið deigið standa í 10 mínútur. Það er mikilvægt að ekki sé hrært meira í deiginu svo að það haldist létt og loftkennt.

Bakið pönnukökur á heitri pönnu, notið örlitla olíu ef þarf. Gott er að nota 1/4 bollamál til að setja rétt magn af deigi á pönnuna. Þegar pönnukökurnar eru fallega brúnaðar og loftbólur hafa myndast, snúið þeim þá við og steikið á hinni hliðinni.

Ummæli