miðvikudagur, 23. nóvember 2011

Speltvefjur

Spelt Þessi uppskrift kemur úr bókinni Grænn kostur Hagkaupa

5 dl. spelt
2 matsk. sesamfræ
1 tesk. sjávarsalt
1/2 dl. ólífuolía
150 - 175 ml. heitt vatn

Allt hráefnið er sett í hrærivélarskál og hrært saman. Ef deigið er of þurrt má bæta meira vatni við. Deiginu skipt í 8 hluta sem eru flattir þunnt út (ca. 20-25 sm. í þvermál). Athugið að best er að fletja þá út jafnóðum og þeir eru bakaðir. Kökurnar bakaðar á vel heitri pönnu í um eina mínútu á hvorri hlið og settar inn í rakt viskastykki til að þær harðni ekki.

Engin ummæli:

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...