Sýnir færslur með efnisorðinu Saltfiskréttir. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Saltfiskréttir. Sýna allar færslur

föstudagur, 31. júlí 2015

Saltfiskur í saffransósu

Saltfiskur í saffran sósu
1 kg. saltfiskhnakkar
1 laukur
1 rautt chili, fræhreinsað og skorið smátt
1 gr. saffran
5 dl. rjómi
1 dl söxuð steinselja
Salt og pipar

Saxið laukinn smátt og mýkið á pönnu. Bætið chilinu saman við ásamt rjómanum og saffraninu. Látið sjóða í nokkrar mínútur og bragðbætið með salti og pipar. Ef sósan er of þykk má bæta í hana meiri rjóma eða mjólk. Hrærið að lokum steinseljunni saman við og haldið sósunni heitri meðan fiskurinn er steiktur.

Roðflettið fiskinn og skerið í bita. Veltið bitunum upp úr hveiti og steikið á vel heitri pönnu í ca. 2 mínútur á hvorri hlið eða þar til fiskurinn er steiktur í gegn. Gætið þess að ofelda fiskinn ekki.

Setjið sósuna í djúpt fat og leggið fiskbitana ofan á. Stráið örlitlu af saxaðri steinselju yfir réttinn áður en hann er borinn fram.

laugardagur, 11. júlí 2015

Saltfiskur frá Spáni

Spænskur saltfiskur800 gr. saltfiskur
1 laukur
4 hvítlauksrif
1 rauð paprika
200 gr. frosnar grænar baunir
2 dósir niðursoðnir tómatar
1 matsk. hunang
4 harðsoðin egg
1 dl. söxuð steinselja
salt og pipar

Steikið lauk ásamt papriku og hvítlauk í olíu þar til laukurinn er orðinn glær. Tómötunum bætt á pönnuna og látið sjóða vel saman þar til sósan þykknar. Bætið þá hunanginu saman við og bragðbætið með salti og pipar.

Veltið fisknum upp úr hveiti og steikið í heitri olíu. Setjið fiskstykkin í sósuna, raðið eggjabátum ofan á og stráið saxaðri steinselju yfir.

Borið fram með góðu brauði og salati.

laugardagur, 7. mars 2015

Saltfiskur með humarhölum

saltfiskur með humar
1 kg. saltfiskhnakkar
500 gr. skelflettir humarhalar
5 hvítlauksrif
150 gr. smjör
2 dl. söxuð steinselja

Skerið saltfiskinn í bita og veltið honum upp úr hveiti. Léttsteikið bitana þar til þeir eru eldaðir í gegn og setjið á djúpan framreiðsludisk. Bræðið smjörið við vægan hita og setjið saxaðan hvítlauk og humar saman við. Eldið við vægan hita þar til humarinn er eldaður en gætið þess að hvítlaukurinn brúnist ekki. Blandið steinseljunni saman við og hellið yfir saltfiskbitana.

Berið fram með góðu brauði og salati

þriðjudagur, 10. febrúar 2015

Litríkur plokkfiskur

Plokkfiskur 500 gr. soðinn fiskur (má vera saltfiskur)
750 gr. soðnar kartöflur
1 blaðlaukur
4 hvítlauksrif
1 rautt chili
75 gr. smjör
3 matsk. hveiti eða spelt
1 tesk. turmerik
5 dl. mjólk
salt og pipar

Skerið blaðlaukinn í sneiðar og mýkið á pönnu í smjörinu. Gætið þess að laukurinn brúnist ekki. Hrærið hveitinu saman við og látið malla í nokkrar mínútur. Bætið þá turmerikinu við ásamt mjólkinni. Komið upp suðu, setjið hvítlauk og chili saman við og látið sjóða í 5-10 mínutur. Ef jafningurinn verður of þykkur bætið þá við meiri mjólk. Bragðbætið með salti og pipar og blandið fiskinum saman við. Skerið kartöflurnar í bita og bætið þeim að lokum út í. Hitið varlega þar til kartöflurnar eru heitar í gegn.

Dreifið saxaðri steinselju yfir og berið fram með rúgbrauði og smjöri.
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...