Gambas Pil Pil

Spænskur rækjuréttur
400 gr. risarækja
1 dl. ólífuolía
4 hvítlauksrif
1/2 rautt chilli

Chilli saxað smátt og hvítlaukur skorinn í sneiðar. Olían hituð á pönnu og rækjurnar settar á pönnuna. Chilli og hvítlaukur sett út á og steikt þar til rækjurnar eru eldaðar í gegn.
Borið fram með góðu brauði.

Ummæli

Unknown sagði…
Sæl,
Pil Pil passar ekki sem nafn við þennann rétt. Frekar Al ajo. Pil Pil er oliu sósa sem að er meðal annars gerð úr gelatíninu úr saltfiskroðinum þagar gerður er Bacalau Pil Pil.
Fanney sagði…
Takk fyrir þennan fróðleik :-) Þennan rétt fékk ég á litlum veitngastað í Calpe á Spáni fyrir löngu síðan og þar var hann kallaður Gambas Pil Pil. Bæði rétturinn og nafnið kalla fram góðar minningar svo að ég ætla að halda mig við þetta nafn - enda er hann jafn bragðgóður fyrir því :-)
Kv.
Fanney