Kryddbrauð

Kryddbrauð
100 gr. pálmasykur
200 gr. spelt
50 gr. haframjöl
2 tesk. matarsódi
1 tesk. kanell
1/2 tesk. negull
1/2 tesk. engifer
1/2 tesk. allrahanda
2 egg
80 gr. smjör
2 dl. ab mjólk

Blandið öllum þurrefnunum saman í stórri skál. Bræðið smjörið og blandið því saman við ab mjólkina. Hrærið eggjunum saman við og hrærið eggjablöndunni saman við þurrefnin. Setjið deigið í smurt og pappírsklætt jólakökuform og bakið við 180° í um 45 mínútur eða þar til brauðið er bakað.

Gott er að borða brauðið með smjöri.

Ummæli